Um orlofshúsið
Hverfissteinn Sumarhús LR í landi Tjarnar í Biskupstungum
LR hefur fest kaup á stórglæsilegu sumarhúsi, samtals rúmmlega 100fm. 3 svefniherbergi (tvö herbergi með 160 cm hjónarúmi, eitt herbergi með kojum og barnarúmi), stofa, eldhús og salerni með sturtu. Húsbúnaður er fyrir 10-12 manns, stækkanlegt borðstofuborð með 8 stólum, auk 4 aukastóla. 65“ sjónvarp, unnt er að kaupa sér Nettengingu leiðbeiningar um það er að finna í bústaðnum.
Taka þarf með lök, sængurföt, koddaver, handklæði, viskustykki og tuskur
Við biðjum þig að hafa eftirfarandi í huga
- Skildu við Hverfisstein eins og þú vilt taka við honum
- Hverfissteinn er reyklaus
- Takið öll raftæki úr sambandi við brottför (sjónvarp, kaffivél o.s.frv.)
- Ísskáp á að stilla á 1 við brottför. Við komu hækka í 5-6
- Slökkva á Uppþvottavél
- Ekki skilja sessur eftir úti við
- Endurnýjaðu gasið ef þú klárar það (Skrifað á LR á bensínstöð N1 í Bjarnabúð í Reykholti)
- Annar gaskúturinn á alltaf að vera fullur við brottför
- Perur og hluti til að þrífa er hægt að kaupa á bensínstöðinni í Bjarnabúð (Skrifað á LR) Vinsamlegast ath. hvort hreinsiefni séu í útigeymslu, en þar eru geymdar birgðir
- Grillið má geyma úti við á sumrin (muna að nota ábreiðslu og teygjur og festa það við húsið)
- Vinsamlegast notið plastglös og plastdiska utandyra
- Varalyklar eru á lögreglustöðinni á Selfossi (Notist aðeins í neyð og muna að skila þeim aftur á lögreglustöðina ef þeir eru sóttir)
Potturinn
- Þegar farið er í heitapottinn þarf að huga vel að því hversu heitt vatnið er í honum. (Æskilegt er að blöndunartæki séu stillt á 40-42) Stundum þarf að setja 45 gráðu heitt vatn eða heitara til að ná upp hita, muna að lækka aftur niður
- Þrífa pott við heimför með sápu og kústi
- Áður en látið er renna í pottinn þarf að fara norðan megin við pallinn við skúrinn, þar undir er rautt handfang / Krani sem snúa þarf
- Þá er unnt að fara inn í skúrinn og hreyfa bæði handföngin rauðu sem eru í augn hæð og opna fyrir rennsli í pottinn, hitinn er stilltur á blöndunartæki sem er á milli handfanganna.
- Ath í pottinum er barna yfirfall, með því að skrúfa það út þá virkjast niðurfall við fyrstu tröppu og potturinn mun ekki fyllast.
- Lokið á pottinum er með gaspumpum sem hjálpa til við að draga lokið upp, brjótið lokið til helminga farið ofan í pottin og lyftið lokinu rólega, gaspumpurnar munu þá taka við og hjálpa lokinu upp, festið svo að ofan með festingunni.
- Til að loka lokinu aftur þarf tvo til, ýta þarf á brúnu takkan sem eru á rörunum sitt hvoru megin á sama tíma og draga lokið niður varlega þó, varast að lokið komi skakkt niður þannig að þvingun komi á armana.
- Þegar gengið er frá pottinum þarf að færa rauða handfangið undir pallinum til baka þá rennur úr pottinum
Staðsetning Pottsins er til að hámarka skjól og til að unnt sé að nýta myrkrið og norðurljósin, rofi til að kveikja ljós við pottinn er að finna í litlu kompunni sem síðar verður salernisaðstaða og sturta fyrir Pottverja
Tengiliðir Lögreglufélagsins vegna Birkilunds eru Jóhann Karl, lögreglustöð 1 og Hrafn Árna, UMFD.
Netföng: johann.karl@lrh.is hrafn.arnason@lrh.is stjorn@logreglufelag.is
Með von um ánægjulega dvöl í Birkilundi
Verðlisti
24.000 kr vikuleiga
13.000 kr Helgarleiga
5000 kr sólarhringur í miðri viku
Vinsamlega leggið inn á Reikning LR hið fyrsta 0334-03-406365 kt. 450269-3449
Leiðarlýsing
Hverfissteinn er í landi Tjarnar í Biskupstungum unnt er að aka bæði um Þingvöll, Lyngdalsheiði, Laugarvatn og beygt þá til hægri veg merktur S-Reykir (Reykjavegur 355) uþb 10 akstur frá Laugarvatni
Þá er unnt að aka Hellisheiði, Biskupstungnabraut og beygt til vinstri veg merktan S-Reykir (Reykjavegur 355) skömmu áður en komið er að Reykholti
Ekið um 5-6 mín þangað til komið er að timbur súlum merkt Bragabót þar er einnig rauður Traktor sem á stendur EGG (en þar selja ábúendur á Tjörn nýorpin egg handa sumarhúsafólki, skilur eftir pening og tekur eggjabakka)
Bústaðurinn er nr. 24 næst innsti bústaðurinn á hægri hönd. Hér er tengill á kortagrunn Google þar sem hann er staðsettur nákvæmlega .
Stutt er í alla þjónustu, en þeir sem þekktu til fyrri bústaðs í Birkilundi og versluninni sem þar er í Reykholti, ættu að rata 🙂 en það tekur innan við 10 mín að keyra í Reykholt og komast í búðina. Þá er félagið með viðskiptasamning við verslunina til að kaupa áfyllingar á gas, þrifefni og annað sem vantar til reksturs bústaðarins.
Vöfflujárn, pönnukökupanna, samlokugrill, kaffikanna, hitakanna, bluetooth spilari, útvarp, sjónvarp, dvd, grill, borðbúnaður og ýmslegt fleira er til taks.
Þráðlaust net – Í bústaðnum er möguleiki á þráðlausu neti. Á borði við hlið sjónvarps er 4G-netbeinir sem hægt er að tengjast. Áskriftin á honum er í formi frelsis og er hægt að fara á vef Símanns og kaupa þar inneing til netnotkunar. Inneignin gildir í mánuð, þannig það gæti verið inneign frá fyrri aðila stundum, sem ekki hefur verið kláruð. Þá er hægt að tengjast þráðlausa netinu með lykilorðinu Logreglufelag17.