Um félagsheimilið

Reglur félagsheimilis Lögreglufélags Reykjavíkur

  1. Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur fer með yfirstjórn félagsheimilis LR sem og húsnæðisins í heild.
  2. Stjórn LR hefur skipað umsjónarmann með sal félagsins, félagsheimilinu. Umsjónarmaður fer með stjórn og umsjón salsins í umboði stjórnar LR.
    • Hægt er að hafa samband við umsjónarmann gegnum bokun@logreglufelag.is eða í síma 661 7421
  3. Viðburðir í félagsheimilinu/salnum skulu vera haldnir með samþykki umsjónarmanns.
  4. Félagsheimilið er eingöngu lánað til félagsmanna undir einkasamkvæmi þeirra eða lögreglutengda viðburði
  5. Félagsheimilið er ekki lánað til þriðja aðila.
  6. Sá sem viðburð heldur skal hafa kynnt sér reglur félagsheimilisins og umgengni en ábyrgðarmaður þarf að vera á öllum viðburðum.
  7. Ábyrgðarmaður skal hafa yfirumsjón með gestum salsins og taka ábyrgð á að þar sé farið að reglum.
  8. Viðburðir sem eru í félagsheimilinu skulu án undantekninga vera lokið klukkan 01:00
  9. Ábyrgðarmaður skal sjá til þess að frágangur sals sé ásættanlegur. Undir það fellur að ganga frá helsta rusli, flöskum og leirtaui. Skúringar og þrif á salernum eru inni í lánsverði en allt annað skal umsjónarmaður sjá til þess að sé skv samkomulagi. Ganga skal frá salnum eins og þú kost að honum
  10. Sæki fleiri en einn um tiltekna dagsetningu í viðburðadagatali félagsheimilisins, skal sá fá félagsheimilið sem fyrr sendi inn umsókn. Umsókn telst ekki staðfest fyrr en haft hefur verið samband við viðkomandi og slíkt tilkynnt.
  11. Komi upp tilfelli þar sem hellist marktækt magn niður, brotni hlutir eða slíkt skal ábyrgðarmaður sjá til þess að það sé þrifið eins og má koma því við.
  12. Frekari upplýsingar vísast í netfangið bokun(hjá)logreglufelag.is // Ef tímarammi er tæpur er hægt að hafa samband í síma 661 7421 fyrir upplýsingar, bókanir, pantanir og fleira. Þó skal áréttað að ef kostur er skal netleiðin farin, þ.e. bókað gegnum tenglinn “umsókn félagsheimili” og svo frekari fyrirspurnir gegnum bokun(hjá)logreglufelag.is

–     –     –     –     –

Til að sækja um afnot af félagsheimilinu þarf að gera eftirfarandi: 

  • Bókanir fara gegnum tengilinn hér á síðunni “sækja um félagsheimili” þar sem fram kemur meðal annars eftirfarandi…
    • Þú þarft að vera félagsmaður í LR og stranglega bannað að leigja/lána til þriðja aðila. Þú sem leigjandi ert ábyrgðarmaður og þarft að vera á staðnum öllum stundum
    • Hver er að sækja um og lögreglunúmer
    • Hvað ætlar þú að hafa í félagsheimilinu (tegund viðburðar) og hversu lengi
    • Símanúmer þitt sem ábyrgðarmaður

ATHUGIÐ að það er ekki staðfest bókun hjá ykkur fyrr en þú hefur fengið staðfestingu í pósti eða símleiðis.

Verð fyrir afnot af salnum er 25.000 krónur

Frágangur er samkomulagsatriði við umsjónarmann en í grunninn skal haft í huga að félagsheimilið skilast í því ástandi sem það var lánað. Semsagt ganga frá öllu, stóla upp og ganga frá borðum, leirtauji, rusli og öðru slíku. Skúringar og þrif á salernum eru innifalin í lánsverðinu. Leiga á salnum kostar 25.000 krónur. Einnig skal hafa í huga að ekki má vera með viðburði lengur en til 01:00 og vera meðvituð um að fyrir ofan eru íbúðir lögreglumanna og virða skal nætursvefn þeirra sem í kring eru.

Sé farið að reglum þessum auðveldar það mjög umsjón og viðhald. Einnig er það klárt að sé vel gengið um aðstöðu okkar er það okkur öllum í hag og eykur frekar að við verði bætt og gert meira.