Lög félagsins

 

Lögreglufélag Reykjavíkur var stofnað 16.desember 1935.

Lög lögreglufélags Reykjavíkur með áorðnum breytingum á aðalfundi þann 12. febrúar 1977, 21. mars 1989, 14. mars 1991, 26. maí 1992, 10 febrúar 1994,  9. mars 1995, 6. nóvember 2000, 11. október 2005, 18. april 2007 og 9. apríl 2013

     1.gr.

Félagið heitir Lögreglufélag Reykjavíkur, skammstafað L.R.

 1. gr.

Félagssvæði LR eru embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra Lögregluskóla ríkisins og emætti Sérstaks Saksóknara

LR er deild innan Landssambands lögreglumanna, stéttarfélags íslenskra lögreglumanna með sjálfstæðan rekstur og fjárhag.

Tilgangur félagsins er, að efla samvinnu meðal lögreglumanna á félagssvæðinu og beita sér fyrir velferðarmálum þeirra innan starfs sem utan, meðal annars launakjörum, tryggingum, menntun, vinnutíma, vinnutilhögun, og vinnuvernd.

Hlutverk LR er:

 •  Að vera tengiliður félagsmanna við stjórn LL og er félagið ábyrgt fyrir félagsstarfinu á sínu félagssvæði.
 •  Að standa fyrir kosningu fulltrúa svæðisins á þing LL.
 •  Að standa fyrir kosningu trúnaðarmanna á vinnustöðvum, sbr. 18. gr.
 •  Að semja um vakta- og vinnutíma lögreglumanna og standa fyrir kosningu meðal viðkomandi lögreglumanna um vinnutímann.
 •  Að móttaka erindi félagsmanna.

Stjórn LR getur gert annað tveggja.

 •  Freista þess að leysa úr erindinu, innan 8 vikna, ef það tekst ekki þá skal erindið framsent stjórn LL ásamt greinargerð.
 •  Senda erindið beint til stjórnar LL. Stjórn LL afgreiðir erindið og gerir viðkomandi grein fyrir framgangi erindisins skv. lögum LL.
 1. gr.

Rétt til inngöngu í LR hafa, allir lögreglumenn, sem uppfylla skilyrði laga LL.Félagsmaður er skuldbundin til að hlýða lögum og samþykktum félagsins. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og sendast formanni. Félagsmaður sem sagt hefur sig úr félaginu og sækir aftur um inngöngu í félagið skal senda inn skriflega umsókn til stjórnar félagsins og skal umsókn hans tekin fyrir á stjórnarfundi sem getur vísað ákvörðun til næsta aðalfundar félagsins.

 1. gr.

Aðalfund skal að jafnaði halda eigi síðar en 20. apríl ár hvert og skal til hans boðað með 7 daga fyrirvara. Þá skal leggja fram skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins.

Stjórn lögreglusjóðs skal leggja fram endurskoðaða reikninga.

Lagabreytingatillögur, skulu hafa borist stjórn félagsins 4 vikum fyrir aðalfund. Stjórnin skal leggja fram allar tillögur að lagabreytingum 7 dögum fyrir aðalfund. Heimilt er að taka fyrir frekari lagabreytingar á aðalfundi, sem ekki hafa borist í tæka tíð, ef meirihluti fundarmanna samþykkir.Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum nema í atkvæðagreiðslu um lagabreytingar. Þá þarf aukinn meirihluta (2/3) greiddra atkvæða til að breytingin nái fram að ganga.

5.gr.

AÐALFUNDUR.DAGSKRÁ AÐALFUNDAR:

 1.   Fundarsetning.
 2.   Kosning fundarstjóra.
 3.   Kosning fundarritara.
 4.   Skýrsla stjórnar.
 5.   Reikningar félagsins.
 6.   Reikningar Lögreglusjóðs og Sjúkrasjóðs
 7.   Kosning fulltrúa og jafn margra varafulltrúa í eftirtaldar stjórnir og nefndir:
 8. a) 3 menn í stjórn Lögreglusjóðs.
 9. b) 3 menn í minningarsjóð Erlings Pálssonar.
 10.   Kosning kjörstjórnar sbr. 8 gr. laganna.
 11.   Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
 12. Lagabreytingar.
 13. Önnur mál.12. Fundarslit.

6.gr.

Á framhaldsaðalfundi má einungis taka fyrir málefni sem ekki hafa hlotið afgreiðslu aðalfundar skv. dagskrá.

7.gr.

Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og 3 meðstjórnendur.

Stjórnin skal kosin til tveggja ára. Formaður skal kosinn sérstaklega. Kjósa skal 2 menn til vara í stjórn.

Stjórnin skiptir með sér störfum utan starfs formanns. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundi, en atkvæði formanns ræður úrslitum þegar atkvæði eru jöfn.

Formaður boðar til stjórnarfundar. Hver stjórnarmaður getur krafist stjórnarfundar. Stjórnarfundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað og meirihluti stjórnarmanna mættur á fundinn.

Varamenn hafa rétt á að sitja stjórnarfund og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á fundi en ekki atkvæðisrétt. Sá varamaður sem fleiri atkvæði hlaut í kosningu skal taka sæti í stjórn félagsins í forföllum kjörins stjórnarmanns.

Hætti stjórnarmaður áður en kjörtímabili hans lýkur skal sá varamaður sem fleiri atkvæði hlaut í kosningu taka sæti í stjórn fram að næstu kosningu. Hætti formaður áður en kjörtímabili hans lýkur tekur varaformaður sæti hans fram að næstu kosningu. Hætti stjórnarmaður störfum hjá embætti á félagssvæði LR, sbr. 2. gr. laganna, skal hann víkja úr stjórn félagsins og sá varamaður sem fleiri atkvæði hlaut í kosningu taka sæti hans í stjórn fram að næstu kosningu.

Kosning í stjórn LR skal fara fram á því ári sem þing LL er ekki haldið.  Fullgildir félagsmenn LR eru kjörgengir til stjórnarsetu og annarra trúnaðarstarfa innan LR.

8.gr.

Á aðalfundi skal kosin kjörstjórn skipuð fimm mönnum og þremur til vara. Formaður skal kosinn sér, en hinir sameiginlega. Kjörstjórn skal undirbúa kosningar og sjá um framkvæmd þeirra. Gæta skal hún þess, svo sem verða má, að félagsmenn sem eru að störfum á meðan kosningar fara fram, fái notið kosningaréttar síns.

Kjörfund, skal halda eigi síðar en tveimur og eigi fyrr en fjórum vikum fyrir aðalfund. Kjörfundir skulu vera að lágmarki tveir og halda í röð á eftir hvorum öðrum. Á kjörfundi skal kjósa stjórnarmenn eftir því sem segir í 7. gr. laganna. Auglýst skal í fundarboði, hvenær kjörfundur hefst og hvenær honum lýkur.

Kosningum skal haga þannig:

Stjórn félagsins skal tilnefna fimm menn í uppstillingarnefnd, eigi síðar en 5 vikum fyrir aðalfund. Uppstillingarnefnd skal, eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund, leggja fram framboð einstaklinga með skriflegu samþykki þeirra. Þá strax, skal kjörstjórn leggja fram framboð uppstillinganefndar og þá, jafnframt auglýsa eftir framboðum einstaklinga og skal þeim skilað til kjörstjórnar innan fimm daga frá auglýsingu.Berist ekkert framboð, annað en tilnefning uppstillingarnefndar, teljast þeir aðilar sjálfkjörnir. Enginn fullgildur félagsmaður getur skorast undan kosningu eitt kjörtímabil, ef uppstillingarnefnd tilnefnir hann.

 

9.gr.

Framboði skal skila skriflega til uppstillinganefndar eftir að auglýst hefur verið eftir framboðum, sbr. 4. mgr. 8. gr. laganna.

 1. gr.

Kjörstjórn sér um talningu atkvæða að kjörfundi loknum og sker úr um ágreining, er myndast kann um lögmæti kjörseðils. Séu atkvæði jöfn að talningu lokinni, skal hlutkesti ráða úrslitum.

11.gr.

Félagsgjald skal vera ákveðið á aðalfundi og skal vera föst krónutala.  Reikningsár félagsins er almanaksárið.

 1. gr.

Stjórn LR skal auglýsa eftir framboðum einstaklinga innan félagssvæðis til setu á þingi LL eigi síðar en 4 vikum fyrir þing og skal kosning milli áhugasamra fara fram eigi síðar en 2 vikum fyrir þing.   

Til að tryggja að þingfulltrúar svæðisdeildarinnar endurspegli uppbyggingu svæðisins skal stjórn LR gæta þess að meðal kjörinna þingfulltrúa séu fulltrúar flestra starfshópa svæðisins.  

Stjórn LR er heimilt að tilnefna fulltrúa á þing LL ef frambjóðendur eru færri en ætlaður fjöldi þingfulltrúa LR samkvæmt tilkynningu LL eða til að tryggja að þingfulltrúarnir endurspegli uppbyggingu lögreglunnar á svæðinu.  

Einstaklingur er kjörinn til tveggja ára í senn til setu á þingi LL. Fjöldi fulltrúa svæðisdeildar LR á þing LL ræðst af tilkynningu frá stjórn LL hverju sinni skv. lögum LL. Kjörgengir eru allir lögreglumenn sem greiða iðgjöld af launum í LL og starfa við embætti, sem staðsett er á félagssvæðinu og hafa lögreglustarf að aðalstarfi.

 1. gr.

Stjórn félagsins sér um að lögum, reglum og samþykktum félagsins sé hlýtt.

Hún varðveitir eignir félagsins og sér um, eftir því sem unnt er, að nefndir og trúnaðarmenn félagsins gegni störfum sínum vel og af trúmennsku.

Hún boðar til félagsfundar, þegar þörf krefur, og sér um skemmtanir lögreglunnar sem haldnar eru á vegum félagsins, nema lögmæt fundarsamþykkt ákveði annað.

Félagið gefur út Lögreglublaðið.

Formaður setur félagsfundi og stjórnar þeim, eða skipar fundarstjóra með samþykki fundarins. Ritari heldur gerðarbók um fundi og stjórnarfundi félagsins. Ritari skal jafnframt birta fréttir um félagsstarf. Gjaldkeri innheimtir félagsgjöld og aðra tekjustofna og greiðir reikninga félagsins. Allt handbært fé skal geymt í banka eða á anna jafn tryggan hátt, svo sem í verðtryggðum skuldabréfum.

 

 1. gr.

Fundi félagsins skal boða með minnst fjögurra daga fyrirvara, með auglýsingu uppfestri á öllum vinnustöðum lögreglumanna og eða með tilkynningu á heimasíðu félagsins og í tölvupósti til félagsmanna. Þá má boða fundi með styttri fyrirvara, ef nauðsyn krefur og skal stjórnin þá gera sérstakar ráðstafanir til að fundarboðið berist félagsmönnum.

Fundarefni skal greint í fundarboði. Fundur telst löglegur, sé löglega til hans boðað. Einn fimmti hluti atkvæðisbærra félagsmanna getur krafist fundar skriflega, um ákveðið fundarefni og er stjórn félagsins þá skylt að boða til fundar innan 7 daga.

 1. gr.

Við atkvæðagreiðslu ræður meirihluti greiddra atkvæða úrslitum mála. Heimilt er stjórn félagsins að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra félagsmanna, um þau mál sem henni þykir mikilsvarðandi fyrir félagið og skal sú aðferð höfð, ef um brottvikningu félagsmanna er að ræða, eða ef 1/5 hluti atkvæðisbærra félagsmanna krefst þess.

16.gr.

Ef félagsmaður, að áliti stjórnarinnar, vinnur á móti félaginu eða tilgangi þess, skal stjórnin leggja mál hans fyrir næsta félagsfund og gefa þannig viðkomandi manni tækifæri til andsvara. Stjórnin skal svo, eins fljótt og við verður komið, láta fara fram skriflega atkvæðagreiðslu um brottvikninguna samkvæmt 15.gr.

17.gr.

Kaup eða sala félagsins á fasteignum svo og ákvörðun um aðrar meiriháttar fjárhagslegar ábyrgðir fyrir hönd félagsins skal bundin samþykki aukins meirihluta, (2/3) greiddra atkvæða, að frátöldum auðum og ógildum atkvæðaseðlum, í skriflegri allsherjaratkvæðagreiðslu að loknum kynningarfundi um málefnið. Meiriháttar fjárhagslegar ábyrgðir teljast, veðsetning á 10% eða meir af bókfærðum eignum félagsins skv. síðustu ársreikningum eða aðrar skuldbindingar jafnstórar.Heildarveðsetning má aldrei fara yfir 25% af bókfærðum eignum félagsins skv. síðustu ársreikningum, nema til komi ákvörðun í skriflegri allsherjar atkvæðagreiðslu að loknum kynningarfundi um málefnið.

18.gr.

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og hafi þess verið getið í fundarboði.

 

Samþykkt á aðalfundi LR 9. apríl 2013

 

Skráð af GiR