Heiðmörk, reiturinn

Lögreglufélagi Reykjavíkur var á sínum tíma úthlutað svæði í Heiðmörk. Fjöldi fyritækja, félagasamtaka og stofnana var úthlutað slíkt svæði á sama tíma. Í tímans rás gleymdist þetta svæði okkar og lítið varð úr rækt þar, grisjun eða notkun. Það var svo árið 2012 að Guðmundur Ingi og Guðmundur Fylkisson fóru í það að finna reitinn aftur. Eftir þó nokkra vinnu, heimsókn á Þjóðskjalasafnið og hittinga við gamla landverði fannst svæðið okkar. Nú er búið að ákveða lítillega hvað og hvernig það skal vera.

Í reitinn er komið mikið og flott grill sem Arinbjörn Snorrason hannaði. Það á eftir að koma því endanlega fyrir og grisja aðeins og laga, en von er að á haustdögum verði þar allt klárt og geta félagsmenn þá farið í reitinn og átt góða stund með fjölskyldunni eða vinnufélögunum.

 

Reiturinn okkar í Heiðmörk er hér:

Hnit: 64° 4,240’N, 21° 46,299’W (ISN93: 364.757, 399.362)

 

Hér má sjá kort af akstursleið þangað frá gatnamótum Suðurlandsvegar við Heiðmörk/Rauðhóla. Vegalengd frá gatnamótum að reintum er 4.9km