Fréttir: Category
Nýtt tímabil hafið
Þá hefur af afstöðun aðalfundi sem haldinn var 22.05 síðastliðinn tekið við ný stjórn undir formennsku minni. Á fundinn mættu 12 sem þykir ekki afrek í 320 manna félagi og er það eitt af markmiðum tímabilsins, auka vitund félagsmanna og búa til hvata til að hittast meira og vera meira saman. Gera félagsstörfin aðlaðandi því jú þar er ákveðin viðrun frá hversdagsleikanum og áreiti vinnunnar. Þá eru einnig verkefni á borð við nýja félagsheimilið okkar sem hefur verið í vinnslu síðan í vetur og vonir standa til að það verði nothæft og tilbúið að mestu í haust.
Þá hef ég sett mér það viðmið að vera virkur í fréttum af hvað er í gangi eða hvað er í vinnslu og pósta því allavega hér á síðunni okkar sem við vonandi náum að virkja aftur aðeins og eftir atvikum á svæðinu okkar á Facebook. Þeir sem hafa ekki aðgang þar en vilja setji sig í samband við einhvern úr stjórn.
Að loku vil ég þakka fráfarandi formanni, Arinbirni, óeigingjarnt starf síðustu helling af árum og að ala mann upp í stólinn eftir sig. Það var jú hann sem dró mann inn í félagsmálin upphaflega en ég hef setið í stjórn LR síðan 2006 ef ég man rétt…. en hver er að telja 🙂
Þar til næst… kv . GiR
Bókanir um félagsheimili og orlofshús
Sem stendur eru bókanir um orlofshús í gegnum Jóhann Karl Þórisson en til stendur að gera þann póst aðgengilegri rafrænt og er það í vinnslu.
Bókanir og spurningar um félagsheimilið er í gengum Árelíu sem er umsjón salsins og í síma 661 7421 eða í gegnum logreglusalur@gmail.com . Gamla félagsheimilið er ekki lengur til og nýtt verður vonandi komið í stand til útleigu í haust. Nánari upplýsingar veitir hún.
Aðalfundur afstaðinn
Aðalfundur félagsins var haldinn þann 11. maí síðastliðinn. Mæting var 2 auk stjórnar. Farið var yfir árið í máli og myndum. Staða félagsins almennt góð og mikið búið að kosta bæði orlofshús og félagsheimili til að gera gott betra.
Orlofshúsið fékk nýtt sjónvarp, ný rúm, heitan pott og stærri pall núna fyrir páska og er nú orðið fullfært að skemmta okkur og gera okkur kleift að eiga þar góðar stundir. Hvet félagsmenn til að sækja um það að sumri sem vetri enda stutt frá bænum og öll þjónusta við hendina. Orlofshúsið ber nafnið Hverfissteinn og er staðsett við Syðri-Reyki.
Félagsheimilið fékk smá update. Það var málað og bónaður dúkur, keyptar gardínur og fyllt á borðbúnað. Aðstaðan er mikið notuð og hvetjum við fólk að panta í tíma ætli það að fá afnot af félagsheimilinu. Lán fyrir félagsheimilið var hækkað nú 1. maí í 25.000 krónur. Það er vegna þeirra kostnaðar sem rekstur aðstöðunnar ber með sér og inni í því eru þrif á salernum og gólfum. Endurnýjun á tækjum kostar sitt og því þótti nausyn að hækka lítillega. Við hvetjum þá sem sækja félagsheimilið að gæta að frágangi, stóla upp og vaska upp, henda rusli og skila salnum eins og þeir komu að honum, nema um annað sé samið. Þá undirstrikum við og áréttum að félagsheimilið er ekki lánað til þriðja aðila og sá sem leigir er ábyrgðarmaður og ætlast er til að hann sé á staðnum meðan viðburður fer fram.
Heiðmerkurreiturinn, hann er á sínum stað og enn er leitað í hóp félagsmanna að áhugasömum til að taka það verkefni að sér að gera reitinn nothæfann til útivistar, grills og slíks.
Annars er almennt allt gott að frétta. Arinbjörn, formaður, situr yfristjórnarfundi LRH hverja viku og mál sem við komum með þangað fá yfirleitt góða afgreiðslu og tekin fyrir um hæl.
Ef eitthvað er, ekki hika við að hafa samband.
Aðalfundur 2018
Komið sæl, þann 11 maí næstkomandi klukkan 17:00 verður aðalfundur Lögreglufélags Reykjavíkur. Fundurinn er haldinn í félagsheimili LR að Brautarholti 30. Dagskrá fundarins er hefðbundin. Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum fyrir fundargesti. Þeir hafa rétt til setu á fundinum sem eru skráðir í félagið.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar, en meðfylgjandi hér að neðan er dagskrá fundarins.
Dagskrá
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra
- Kosning fundarritara
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins
- Reikningar Lögreglusjóðs og Sjúkrasjóðs
- Kosning fulltrúa og jafn margra varafulltrúa í eftirtaldar stjórnir og nefndir: a)3 menn í stjórn Lögreglusjóðs. b) 3 menn í minningarsjóð Erlings Pálssonar.
- Kosning kjörstjórnar sbr. 8 gr. laganna. auk annarra nefnda á vegum félagsins.
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og tveggja til vara.
- Lagabreytingar
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Nú er vefsíða félagsins loksins komin í gagnið og verið að hlaða inn efni 🙂 endilega fylgist með. Þó ber að nefna að bókunarkerfi fyrir sal og orlofshús er ekki virkt og bókanir gerðar á netinu ekki gildar. Hafa þarf samband í 661 7421 fyrir salinn og samband við JóaKalla vegna orlofshúss
Kveðja,
stjórn LR