Félagsheimili – upplysingar
Nýtt félagsheimili er í smíðum og áætlanir eru um að það verði tilbúið til noktunar haustið 2023 (ágúst-september) – Hægt er að bóka afnot af því fyrir komandi vetur en allar bókanir eru háðar fyrirvara um að það verði tilbúið þar sem ekki sér fyrir nákvæma dagsetningu á verklokum.
Til að sækja um afnot af félagsheimilinu þarf að gera eftirfarandi:
- Þú þarft að vera félagsmaður í LR og stranglega bannað að leigja/lána til þriðja aðila. Þú sem leigjandi ert ábyrgðarmaður og þarft að vera á staðnum öllum stundum.
- Senda póst á felagsheimili@logreglufelag.is eða hringja í 661 7421 þar sem fram kemur:
- Hver er að sækja um?
- Lögreglunúmer
- Hvað ætlar þú að hafa (tegund viðburðar) og hversu lengi
- Símanúmer þitt sem ábyrgðarmaður
-
Frágangur er samkomulagsatriði við umsjónarmann en í grunninn skal haft í huga að félagsheimilið skilast í því ástandi sem það var lánað. Semsagt ganga frá öllu, stóla upp og ganga frá borðum, leirtauji, rusli og öðru slíku. Skúringar og þrif á salernum eru innifalin í lánsverðinu.ATHUGIÐ að það er ekki staðfest bókun hjá ykkur fyrr en þú hefur fengið staðfestingu í pósti eða símleiðis.