Um félagið
Velkomin(n) á vefsíðu Lögreglufélags Reykjavíkur. Síða þessi er vettvangur lögreglumanna, félagsmanna í Lögreglufélagi Reykjavíkur, til að fræðast um réttindi og kjör, sækja um ýmsa þjónustu eða styrki sem félagið býður félagsmönnum sínu.
Lögreglufélag Reykjavíkur var stofnað 16. Desember 1935. Félagið er fyrir þá lögreglumenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Svæðisdeildir LR eru Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjórinn og Héraðssaksóknari. Þeir geta eingöngu verið félagsmenn sem eru lögreglumenn. Í félaginu eru um 300 félagsmenn. Hlutverk félagsins er meðal annars að vera tengiliður félagsmanna við stjórn Landssambands Lögreglumanna, standa að og halda utanum trúnaðarmenn svæðisins, gæta að og semja fyrir hönd lögreglumanna um vinnutíma og vaktir þeirra. Stjórn LR móttekur erindi félagsmönnum og leiðbeinir þeim eða aðstoðar úrlausna mála sinna.
Lögreglufélag Reykjavíkur er með aðsetur að Brautarholti 30, en þar rekur það skrifstofur, félagsheimili og nokkur smærri einstaklingsherbergi til útleigu til félagsmanna. Þá heldur félagið úti útivistarsvæði í Heiðmörk, fyrir félagsmenn.