image1 image2 image3 image3

Velkomin á vef Lögreglufélags Reykjavíkur

FÉLAGSMENN ATHUGIÐ !
     Þið þurfið að stofna nýjan aðgang að lokaða svæðinu okkar. Það er mikilvægt að þið notið lögreglunúmer sem notendanafn, en það auðveldar okkur að sannreyna félagsaðild og aðgang að lokaða svæðinu. Undir innskráningu hér til hliðar veljið þið að búa til nýjan aðgang (create an account), fyllið það út og notið það netfang sem þið notið hvað oftast svo við getum eftir atvikum sent mikilvæg skilaboð eða tilkynningar til ykkar. 

 

Velkomin(n) á vefsíðu Lögreglufélags Reykjavíkur. Síða þessi er vettvangur lögreglumanna til að fræðast um réttindi og kjör, sækja um ýmsa þjónustu sem félagið býður félagsmönnum sínum og fleira. Síðan er því að mestu takmörkuð fyrir almenning og krefst innskráningar enda hugsuð fyrst og fremst fyrir félagsmenn Lögreglufélags Reykjavíkur. 

Þó er opið fyrir umsóknir í orlofshús og afnot af félagsheimili Lögreglufélagsins. Skal það tekið fram sérstaklega að félagsheimilið er eingöngu lánað til félagsmanna, en orlofshúsið getur verið aðgengilegt öllum lögreglumönnum.

Félagsmenn skrá sig inn hér til hliðar og komast þannig á lokaða svæðið. Þar er að finna frekara ítarefni sem eingöngu er ætlað félagsmönnum, sbr. félagsheimilið, orlofshúsið, Heiðmerkurreit okkar, móralska hittinga og fjölmargt fleira. Þá má einnig telja fréttir af félagsmálum, kjaramálum og dómsmálum.

 

Lögreglufélag Reykjavíkur er einnig á Facebook og ertu velkominn að vera vinur okkar þar. Þar er jafnframt lokaður hópur fyrir félagsmenn og er sannreynt við félagatal til að lögreglumenn fái aðgang þar inn.

 

Með kveðju,

Guðmundur Ingi Rúnarsson, formaður LR

Stjórnendur

2017  Lögreglufélag Reykjavíkur   globbers joomla templates